Ekkert í fjárlagafrumvarpinu til kjarabóta aldraðra!

Ég er búinn að  fletta fjárlagafrumvarpinu fyrir 2008 og leita af framlögum til kjarabóta aldraðra vegna kosningaloforða stjórnarflokkanna.En þessi framlög finnast ekki. Þrátt fyrir mikil kosningaloforð um miklar kjarabætur til handa  öldruðum er ekki ein króna til þess að uppfylla þessi  loforð. Það eina sem er að  finna í þessu efni í frumvarpinu eru framlög til þess að efna samkomulagið,sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gerði við Landssamband eldri borgara.Að vísu er unnt að breyta frumvarpinu á þingi en er það ekki heldur mikil hógværð af ráðherrum Samfylkingarinnar að koma ekki inn einni krónu  í frumvarpið til þess að bæta kjör aldraðra.

Fjárlagafrumvarpið var að vísu samið snemma eftir kosningar. En Samfylkingin kom samt inn í frumvarpið framlögum til   barna og ungmenna. Það hefði því eins mátt koma inn framlögum til þess að bæta kjör aldraðra ef vilji hefði verið fyrir hendi.Landssamband eldri borgara sagði í gær, að eldri borgarar hefðu gleymst í eldhúsdagsumræðunum. Eldri  borgarar virðast einnig hafa gleymst í  fjárlagafrumvarpinu.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er eitt af furðulegustu plöggum sem Mosi hefur rekið nefið í.

Strax í yfirlitinu um hvað áætlað fari í eyðslu á vegum einstakra ráðuneyta er framsett nákvæmlega sama fjárhæðin og var að ári flestra ráðuneyta. Er þetta tilviljun? Er þá ekki unnt að fara í bókhaldið og eyða upp á krónu nákvæmlega það sem var eytt í fyrra og nú í ár?

Þessar vangaveltur kemur Mosa af stað: hvernig í ósköpunum dettur ríkisstjórn í hug að veita 1.500.000.000 - lesist og skrifist einnog hálfurmiljarður - í varnarmál?

Þessi þjóð hefur haft meira gagn af vopnleysi en vera vopnuð. Landhelgisgæslan var jú vopnuð en það voru til skamms tíma fallstykki úr Búastríðinu undir lok 19. aldar! Þær duguðu bara ágætlega og sjálfsagt enn ef unnt væri að framleiða smáslatta af skotfærum í þær en það virðist vera uppurið í henni veröld.

Mosi hefði gjarnan viljað sjá að þetta mikla fé hefði verið veitt til aldraðra, til heilbrigðismála og ef e-ð væri afgangs mætti veitakennurum og öðrum láglaunastéttum ögn launabót þó í smáu væri.

Fjárlagafrumvarpið er eins og köld gusa fram í þjóðina. Endilega lesið kaflann um Landbúnaðarráðuneytið: þar er veitt margföldu fé í tilgangslítinn sauðfjárbúskap og niðurgreiðslur. Hinsvegar er minna fé varið til landgræðslu og skógræktar, hvarvetna skorið niður en nýr liður upp á 50 milljónir: Hekluskógar!

Við gætum 3.000 faldað framlag til þess verkefnis ef strikað væri út þessi ótrúlegi hernaðardásemdarliður!

Burt með her, hvort sem hann er breskur, bandarískur, rússneskur eða jafnvel íslenskur. Við þurfum ekki á svoleiðis stússi að halda enda væri hann fljótur að éta okkur út á gaddinn!!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband