Deilur hjá íhaldinu um orkuútrás

Allt logar nú í deilum innan borgarstjórnarflokks  Sjálfstæðisflokksins vegna sameiningar Reykjavík energy invest og Geysir green energy.Sagt er , að Vilhjálmur borgarstjóri standi einn í málinu,allir aðrir  borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu  á móti honum í málinu.Mál þetta er allt mjög vafasamt. Samkvæmt lögum um Orkuveituna og Reykjavík energy invest ( sameignarsamningi) á að boða eigenda fund með viku fyrirvara um breytingar  á eignarhaldi en fundur var boðaður með innan við sólarhringsfyrirvara. Fundurinn hlýtur því að vera ólöglegur.

Einkaaðilar eiga hlut í Geysir green energy og með sameiningu þess fyrirtækis við Reykjavik energy invest  er búið að hleypa einkaaðilum inn í orkufyrirtæki  Reykvíkinga ,sem stofnað hefur verið til útrásar.Reykvíkingar hafa byggt upp Orkuveitu Reykjavíkur með því að greiða   vel fyrir orkuna.Þeir hafa ekki gert það til þess að þessi verðmæti væru afhent einkaaðilum svo þeir gætu braskað með þau.Reykjavik energy invest hefur leyft ákveðnum starfsmönnum að kaupa hlutabréf í nýja fyrirtækinu á hagstæðu gengi. Menn fá að kaupa misstóra hluti og ekki fá allir að kaupa. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að það sé spillingarlykt af þessu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband