Stórbæta þarf kjör þeirra lægst launuðu

Starfsgreinasambandið og Kennarasambandið sendu  frá  sér ályktanir í gær um að stórbæta þyrfti kjör þeirra lægst launuðu.Lægstu laun verkamanna eru ekki mannsæmandi og það sama er  að segja um kennaralaunin. Erfitt er að manna skólana vegna lágra launa og hið sama gilkdir um hjúkrunarheimili og leikskóla. Það  fæst ekki nægilega mikið af   íslensku fólki á hjúkrunarheimilin þar eð launin eru svo lág. Aðstoðarfólk á leikskólum er einnig á lúsarlaunum. Þessu verður að gerbreyta. Heyrst hefur að verkalýððsfélögin vilji fá 30% hækkun á lægstu  laun. Það er eðlileg krafa. Í stjórnarsáttmála ríkissstjórnarinnar segir,að jafna eigi lífskjörin í landinu og Samfylkingin hefur lagt á það'mikla áherslu ,að komið verði á auknum jöfnuði.Ein leiðin til þess er að stórbæta kjör þeirra  lægst launuðu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband