Þriðjudagur, 9. október 2007
Mikill ágreiningur í borgarstjórn
Ljóst er eftir blaðamannafund borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gær og viðtöl við Björn Inga Hrafnsson,að mikill ágreiningur er í borgarstjórn um orkumálin. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tókst að beygja borgarstjóra i málinu og hefur hann nú fallist á að selja sem fyrst hlut Orkuveitunnar í Reykjavík energy invest. Áður hafði borgarstjóri ákveðið vegna þrýstings að afturkalla hlutabréfasölur í REI til einstakra vina og gæðinga og sagt,að allir ættu að sitja við sama borð við kaup á hlutabréfum.Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er ekki sáttur við niðurstöðuna í Sjálfstæðisflokknum. Hann telur skynsamlegra að bíða með sölu á hlut Orkuveitunnar í REI,þar til hann hafi hækkað í verði.
Ljóst er að þetta klúður hjá borgarstjórn Reykjavíkur getur stórskaðað hagsmuni Reykjavíkur. Það er búið að sameina REI og Geysir Green Energy á Suðurnesjum. Stórir einkaaðilar eru hluthafar í fyrirtækinu. Þeir eru komnir þarna inn og eiga jafnvel forkaupsrétt á kaupum á frekari hlutum. Það er stórhættulegt að hleypa einkaaðilum þannig inn orkulindir landsmanna.Ljóst er að það verður að setja lög sem fyrst sem hindra frekari sókn einkaaðilia inn í orkulindirnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við verðum að fá allar upplýsingar um þetta mál upp á borðið- þær eru ekki komnar og reyna að hnekkja samningnum-.
María Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.