Verðbólgan eykst á ný

Verðbólgan eykst nú á ný. Er hún nú 4,5% á ársgrundvelli.Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Í útreikningum Hagstofunnar kemur fram að kostnaður vegna eigin húsnæðis hafi aukist um 0,8 prósent á milli mánaða auk þess sem verð á fötum og skóm hafi hækkað um 3,5 prósent í kjölfar útsöluloka. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 1,0 prósent. Þetta er í samræmi við spár bankanna.

Þessi mikla verðbólga mun valda erfiðleikum við gerð nýrra kjarasamninga en þeir renna út um næstu áramót. Kjarabætur sem áður var samið um hafa að mestu leyti eyðst á verðbólgubálinu.Þess vegna  verða verkalýðsfélögin varkár við gerð nýrra samninga. Þau vilja tryggja sig í bak og fyrir og fá kjarabætur sem hald er í.Seðlabankanum hefur algerlega mistekist að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti og  eru þeir nú þeir  hæstu í allri Evrópu. En samt  minnkar verðbólgan ekki. Háir stýrivextir Seðlabankans valda  hækkun útlánsvaxta  viðskiptabankanna og lána þeir nú fé á okurvöxtum. Mikil verðbólga veldur miikilli hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs og öðrum íbúðalánum,sem eru verðtryggð.Verðbólgan  veldur því beinni kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband