Ekkert gerst enn í málefnum aldraðra

Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn   þó 4 mánuðir  séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Ástandið væri því ekkert verra í þeim málum þó Framsókn væri enn í stjórn.Kjósendur Samfylkingarinnar reiknuðu með  árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin.Eldri borgarar  taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins pólitískan vilja. Það eru nógir peningar til.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tek undir þetta hjá þér. Það er að koma tími til athafna. Ríkissjóður stendur enn betur en nokrar spár sögðu til um. Fjárlagafrumvarp er komið fram. Fer ekki Eyjólfur að hressast? Eigum við tveir að fara að panta viðtal við Ingibjörgu? Ég er til.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband