Fimmtudagur, 18. október 2007
Dagur B.Eggertsson fór vel af stað
Fyrsta verk Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Reykjavík í gærmorgun var að halda fund með öllum lykilmönnum leikskóla og grunnskóla borgarinnar til þess að fjalla um mönnunarvandamálin. Það hefur ekki verið unnt að manna leikskóla og grunnskóla borgarinnar að undanförnu vegna manneklu . Dagur telur það vera forgangaverkefni sitt að leysa þetta vandamal.Segir hann að tillögur um aðgerðir verði lagðar fram á næstu dögum. Ég er mjög ánægður með,að Dagur skuli veita þessum málum forgang. Það er vissulega algert forgangsverkefni borgarinnar að sjá til þess að foreldrar geti komið börnum sínum í grunnskóla og leikskóla. Það er ekki forgangsverkefni borgarinnar að láta Orkuveitu Reykjavíkur selja tækniþekkingu út i heimi. Ef sæmileg sátt næst um slík verkefni er í lagi að vinna að þeim annars ekki.Annað málið á dagskrá Dags í gær var að efna kosningaloforð um að heimsækja gamla fólkið í Breiðholti. Eldri borgarar í Gerðubergi tóku loforð af Degi í kosningabaráttunn fyrir sí'ðustu kosningar um að hann mundi koma til þeirra í heimsókn,ef hann yrði kjörinn borgarstjóri. Hann efndi það koningaloforð í gær og heimsótti gamla fólkið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór vel af stað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.