Helmingur launþega mátti sæta kaupmáttarskerðingu

Ársfundur  ASÍ hefur staðið yfir undanfarna daga. Hagfræðingur samtakanna skýrði frá þvi á fundinum,að á árunum 2006-2007 hefði helmingur launþega orðið fyrir kaupmáttarskerðingu,m.ö.o. verðbólgan var meiri en launahækkanir þeirra. Þessar staðreyndir leiða glögglega í ljós  hve varhugavert er að treysta meðaltalsútreikningum.

Alþýðusambandið telur nauðsynlegt að  bæta kjör  þeirra lægst launuðu mikið. Talað er um að lágmarkslaun þurfi að hækka í 150 þúsund krónur á mánuði. Einstök verkalýðsfélög vilja fá  mikið meiri hækkanir eða laun upp í 180 þúsund á mánuði.Er alveg ljóst,að framundan eru hörð átök   á launamarkaðnum. Samningar verkalýðsfélaganna eru lausir um áramót.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband