Mistök leiðrétt

Það þóttu mikil tíðindi  eftir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þegar Framsókn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn og færði íhaldinu þannig völdin í borginni.Borgarfulltúi Framsóknar var og er Björn Ingi Hrafnsso en hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. Þótti mönnum líklegt að gengið hefði verið  frá því að  vinna með íhaldinu á skrifstofu forsætisráðherra  að viðstöddum Alfreð Þorsteinssyni.Alfreð rýmdi fyrir Birni Inga í bogarstjórn og fékk í staðinn formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss.Eðlilegra hefði þá verið að Famsókn hefði myndað meirihluta með "vinstri flokkunum".Samstarfið með Sjálfstæðisflokknum  í borgarstjórn voru mikil mistök af hálfu Framsóknar.En nú hafa þessi mistök verið leiðrétt. Framsókn hefur rofið meirihlutann með Sjálfstæðisflokknum og gengið til samstarfs við " vinstri flokkana" í borgarstjórn. Það er mikið fagnaðarefni.Raunar tel ég, að Framsókn sé nú að leiðrétta stefnu sína yfirleitt og nálgist á ný stefnu jafnaðarmanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sum mistök verða aldrei leiðrétt.

Dæmi:

Nú hefur Landsvirkjun fyrir langt löngu hætt að minnast stundinni lengur á fjárhagslegar forsendur fyrir Kárahnjúkavirkjun. Með nokkuð traustum rökum má fullyrða að hálendi Íslands hefði verið fórnað til þess að rétta hag ítalskst vertakafyrirtækis við og forða því frá gjaldþroti!

Við skulum aðeins renna lauslega yfir nokkrar staðreyndir: 

Hlutabréf Impregilo hafa um mörg ár verið ýmist í mikilli uppsveiflu eða niðursveiflu. Fyrir rúmum 5 árum stóð fyrirtækið fjárhagslega mjög illa og skuldheimtumenn, þ.e. bankarnir voru farnir að ókyrrast. Gengi hlutabréfa var í lágmarki og annað hvort fengi fyrirtækið verkefni sem það gæti hagnast af eða bankarnir létulögfræðinga sína ganga að fyrirtækinu. Gengið var til samninga umbyggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Í millitíðinni tapaði fyrirtækið um 800 milljónum evra á stóru verkefni sem tengdist gerð jarðgangna og hraðbraut á Norður Ítalíu. Þetta var mjög erfiður biti en nafnverð hlutabréfa fyrirtækisins nemur 709 milljónum evra. Þá var ákveðið við stjórnarskipti á Ítalíu að hverfa frá brúargerð yfir Messínasund milli Sikileyjar og Ítalíu, ákvörðun sem stjórn Berlúskóní hafði tekið. Próudí stjórnin ákvað að velundirlögðu máli að falla frá þessari framkvæmd.

Í suðaustur Tyrklandi á áhrifasvæði Kúrda er þetta ítalska fyrirtæki að vinna að mjög hliðstæðum verkefnum eins og á Íslandi. Eru þau verktakastörf unnin undir tyrkneskri hervernd. Nú eru hafin átök þar eystra og ætla má að þar verði ekki auðvelt að leysa þau mál vegna mikils áhuga Tyrkja að vinna einungivið lausn þessarar erfiðu deilu með hervaldi. 

Á þessum slóðum hafa fornleifafræðingar unnið þrekvirki sem því miður ekki fer hátt um en menning sú sem kennd hefur verið við Mesapótamíu nær mun norðar en talið hafði verið áður. 

Fátt heyrist af þessu fyrirtæki í íslenskum fjölmiðlum og er þögn þeirra að nokkru undarleg að ekki sé meira sagt eða djúpar tekið í árina.

Nú er spurning hvernig uppgjörsmálin fara fram vegna Kárahnjúkavirkjunar? Hætta er á að við uppgjör verði vart þverfótað fyrir ítölskum lögfræðingum en fyrirtæki þetta er að sögn kunnugra, með óvenjumarga sleipa lögfræðinga í sinni þjónustu sem náð hafa að halda fyrirtækinu gangandi og forðað frá gjaldþroti. Auðvitað er óskandi að allt fari vel að lokum en sitt hvað bendir til að ekki sé allt með felldu:

Af hverju hefur íslenska ríkinu verið sigað á íslenska bændur, hreppana og aðra sem málið tengjast til þess að hafa af þeim hálendið, fjöllin, afréttina og heiðarnar? Hvað er það sem hangir á spýtunni? Jafnvel heiðarlönd sem ríkið seldi fyrir nokkrum árum hefur þetta sama ríki söðlað undir sig. Já það er flott orð þjóðlenda. En fyrir hvern? Íslenska bændur, íslensku sveitarfélögin eða Landvirkjun?

Ágrirnd Landsvirkjunar á löndum bænda við neðri Þjórsár er óvenjumikil. Á að hrekja bændur og búalið frá búum sínum? Á að grafa undan einu fegursta  frístundasvæði Rangárvallasýslu við Gíslholtsvatn og gera umhverfi þess að uppistöðulóni? Hvert hyggjast þeir Landsvirkjunarmenn fara með kúna? Ef bændur og þeir hagsmunaaðilar sem málið varðar halda ekki vel á sínum rétti þá má reikna með að þeim verði rúllað upp. Bændur eiga að krefjast fullar bætur og má benda á 36.000 fermetra spildu skammt rá Rauðavatni sem Reykjavíkurborg varð að greiða 208 milljónir fyrir. Dýr myndi Hafliði allur!

Nei sum mistök verða ekki leiðrétt, - því miður!

Við Íslendingar höfum því miður verið stundum óheppnir að sitja uppi með stjórnmálamenn sem voru kannski ekki okkur fyllilega trúir. 

Verður Landsvirkjun tekin upp í skuld? Svo gæti farið að í yfirstöðvum Landsvirkjunar á Háaleitisbraut verði ítalska það tungumál sem þar heyrist einna oftast.  

Mosi

 

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband