Sunnudagur, 28. október 2007
Afkoma Kaupþings verri á þriðja ársfjórðungi
Morgunblaðið fjallar í Reykjavikurbréfi í dag um afkomu Kaupþings á þriðja ársfjórðungi þessa árs.Bendir blaðið á að hún sé 20 milljörðum verri en á sama timabili í fyrra. Hagnaður nam 15 milljörðum á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs en 35 milljörðum á sama tímabili í fyrra.Þetta er gifurleg breyting.Mbl. nefnir þetta sem dæmi um afleiðingar af erfiðleikum á fjármálamarkaðnum erlendis að undanförnu.
Hér skal tekið undir áhyggjur Mbl. Afkoma Kaupþings og íslensku bankanna allra er að vísu mjög góð. En ljóst er að afkoman getur sveiflast með stuttum fyrirvara.Allir íslensku bankarnir eru mjög skuldsettir og útrás íslensku fyrirtækjanna er að verulegu leyti fjármögnuð með lánum sem íslensku bankarnir taka erlendis.Kjörin á þessum lánum sveiflast til og það fer eftir ástandinu á fjármálamörkuðunum hvernig gengur að endurfjármagna lánin. Mikilvægt er að dreifa áhættunni sem mest og skynsamlegt er að fara varlega í kaup nýrra fyrirtækja erlendis þegar óvissa á fjármálamörkuðunum er mikil.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf er spurning í fyrirtækjarekstri hvenær megintekjurnar koma inn. Í flugstarfsemi og ferðaþjónustu koma tekjurnar inn síðsumars og eru að skila sér eftir haustinu. Í útgerðinni skila tekjurnar sér einnig síðar. Á öðrum árstíma eru tekjurnar minni þar sem starfsemin er háð árstíma.
Þegar Atorka birti frétttir af afkomu sinni í vor, fannst Mosa ástæða til að setja fram athugasemdir hvort túlkun fréttar væri alveg rétt með hliðsjón af þessum ártíðabundu sveiflum.
Spurning er með fjölbreytta bankastarfsemi á borð við Kaupþing. Sennilega eru tekjurnar nokkuð jafnar þar sem mikil fjölbreytni býr að baki þessum rekstri. En þá er spurning um aðra þætti á borð við afskriftir og endurmat eigna sem geta ýmist verið vanmetnar eða ofmetnar. Þá getur stjórnun fyrirtækisins skipt máli? Er verið að stýra fyrirtækinu með skammtímagróða í huga eins og oft virðist vera raunin eða er verið að stýra fyrirtækinu með langtímastjn og markmið í huga?
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.