Miðvikudagur, 31. október 2007
Íslensku bankarnir okra á okkur
Á þingi Neytendasamtakanna 2006 kom eftirfarandi fram um vaxtakjör í bönkum:
- Íslenskir neytendur greiða mun hærri nafn- og raunvexti en tíðkast í nágrannalöndum okkar.
- Meiri vaxtamunur er á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.
- Lántökugjöld og annar kostnaður við lántöku er að jafnaði hærri en á hinum Norðurlöndum.
- Uppgreiðslugjald eða flutningsgjald milli banka ýmist þekkist ekki eða er miklu lægra á hinum Norðurlöndunum.
- Samþjöppun banka er hvað mest á Íslandi meðal Norðurlanda.
- Hreyfanleiki viðskiptavina milli bankastofnana er minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.
Spurningin er þessi: Hvers vegna þurfa íslenskir neytendur að sæta mikið verri kjörum í bönkum en neytendur á hinum Norðurlöndunum. Hvers vegna þurfa Íslendingar að sæta því að íslenskir bankar okri á þeim.Er ekki kominn tími til þess að hér verði breyting á. Við þyrftum að fá hingað erlendan banka,sem byði Íslendingum sómasamleg kjör í bönkunum. Fyrr verður ekki samkeppni hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.