Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Valgerður Bjarnadóttir á heiður skilið
Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar, settist inn á þing í skamman tíma og á fyrsta degi flutti hún frumvarp um afnám forréttinda ráðherra og þingmanna í lífeyrismálum.Með þessu sýndi hún mikinn kjark,þar eð aðrir þingmenn hafa ekki haft þor til þess að flytja slíkt frumvarp enda þótt margir hafi verið óánægðir með sérréttidi ráðherra og þingmanna.Frumvarp Valgerðar kveður á um það,að allir eigi að sitja við sama borð í lífeyrismálum. Ráðherrar og þingmenn eigi aðeins að hafa sama lífeyri og aðrir ríkisstarfsmenn. Margir þingmenn stjórnarflokkanna þora ekki að flytja nein mál. Þeir halda að stjórnin ein megi flytja mál. En það er mikill misskilningur. Þingmenn eiga að fylgja sannfæringu sinni og flytja frumvörp um mál,sem þeir bera fyrir brjósti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta. Gott að hrista að þingheimi þá skömm sem þetta slæma mál var.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.11.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.