Mánudagur, 19. nóvember 2007
Jóhanna! Þinn tími er kominn
Nú styttist í það ,að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra taki við almannatryggingunum og málefnum aldraðra en hún á að taka við þeim málum um ármót. Jóhanna er þegar byrjuð að undirbúa yfirtökuþessa málaflokks. Hún hefur skipað nefnd til þess að endurskoða almannatryggingar og á fyrsti hluti álits nefndarinnar að koma 1.desember. Spurningin er aðeins hvenær fyrstu kjarabætur aldraðra taka gildi.Væntanlega verður það ekki síðar en um áramót. Eldri borgarar eru óþolinmóðir.Þeir vilja fá kjarabætur strax og telja sig hafa kosningaloforð þar um.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.