Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Lækka þarf fasteignagjöldin
Nýi meirihlutinn í borgarstjórn ætlar ekki að lækka fasteignagjöldin eins og fyrri meirihluti ráðgerði en ætlunin var að lækka fasteignagjöldin um 5 % næsta ár. Ég er óánægður með þessa stefnubreytingu. Ég tel,að það markmið gamla meirihlutans að lækkka fasteignagjöldin hafi verið gott. Einkum er það hagstætt fyrir eldri borgara,að fasteignagjöldin séu lækkuð. Það getur stuðlað að því að eldri borgarar búi lengur í eigin húsnæði og þurfi ekki að fara á dvalarheimili eða hjúkrunarheimilki. Að vísu fá eldri borgarar og öryrkjar afslátt á fasteignagjöldum en sú lækkun er alltof lítil Ég tel,að ellilífeyrisþegar ættu að fá niðurfelld fasteignagjöld að fullu á einni íbúð.Þaðmundi spara þjóðfélaginu mikinn kostnað í byggingu stofnana fyrir aldraða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Athugasemdir
Borgarsjóður er rekinn með miklum halla. Hann græðir heil ósköp á sölu lóða. Tekur fyrir þær mun meira en hann kostar til. Það væri afar undarlegt ráðslag að fella niður fasteignagjöld hjá eldri borgurum, bara til að það þurfi að byggja fleiri íbúðir. Borgarsjóður tæki enn enn meira fé frá fólki sem er að reyna að stofna heimili.
Svo er líka vafasamt að hafa sérkjör fyrir fólk sem er á tilteknu aldursbili og á íbúð. Hvað á með eldri borgara sem eiga ekki íbúð. Hvernig á að réttlæta að gera ekki eitthvað samsvarandi fyrir þá? Og öryrkja? Og atvinnulausa?
Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.