Bæta þarf kjör láglaunafólks

Kjarasamningar eru lausir um næstu áramót og eru   undirbúningsviðræður þegar hafnar. Ljóst er að samningaviðræður verða mjög erfiðar. Verðbólga er farin  að aukast a ný. Barátta Seðlabankans við verbólguna hefur mistekist. Seðlabankinn hefur hækkað og hækkað stýrivexti og valdið útflutningsatvinnuvegunum miklum erfiðleikum vegna hávaxta og hágengis  en allt hefur komið fyrir ekki. Er nú ljóst,að breyta verður markmiðum Seðlabankans. Aukin verðbólga mun gera kjarabaráttu verkalýðsfélaganna erfiðari en ella. Mönnum er ljóst , að mjög háir kjarasamningar geta enn aukið verðbólguna. En samt viðurkenna allir, að bæta verður kjör þeirra lægst launuðu verulega. Það verður að hækka kaup þeirra lægst launuðu verulega án þess að slík kauphækkun gangi upp allan stigann.Segja má,að þeir lægst launuðu á vinnumarkaði séu í sömu sporum og eldri borgarar. Þessir hópar hafa aðeins rúmar 100 þúsund á mánuði  í laun  og lífeyri en í velferðarþjóðfélagi, sem státar af mikilli velmegun eru  þessi   lúsarlaun til háborinnar skammar.Nú er komið  að því að leiðrétta kjör láglaunafólks og  eldri borgara.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband