Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Ísland fær hæstu einkunn miðað við 2005
.
Sameinuðu þjóðirnar gefa þjóðum heims einkunn eftir hæsta meðalaldri , menntun og landsframleiðslu á manni. Ísland fær hæstu einkunn miðað við þessa þætti 2005.Noregur hefur verið í efsta sæti sl. 6 ár.
Meðalaldur hér er 81,5 ár en í Noregi 80 ár.Ef menntunarstigið er tekið eitt og sér eru Íslendingar í 13.sæti.Landsframleiðsla á mann er sú 5.mesta í heiminum.Hæst er hún í Luxemborg.
Vissulega er ánægjulegt,að Ísland skuli fá hæstu einkunn hjá Sþ. miðað við framangreinda 3 þætti árið 2005. En það er ástæðulaust fyrir framámenn þjóðarinnar að ofmetnast af þeim sökum. Þessir þættir segja t.d. ekkert um skiptingu lífsgæðanna. Þeir segja ekkert um kjör láglaunafólks,aldraðra eða öryrkja. Ef landsframleiðsla á mann er sú 5.mesta á heiminum ætti að vera auðveldara fyrir Ísland að búa öllum þegnum sínum mannsæmandi kjör. Meðferð Íslands á eldri borgurum er til skammar. Það á strax að afnema allar skerðingar tryggingabóta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.