Söngurinn byrjaður: Ekki má hækka laun

Í hvert sinn,sem  kjarasamningar  eru lausir og samningaviðræður byrja upphefja atvinnurekendur sama sönginn: Ekki má hækka laun. Efnahagslífið þolir það ekki. Þessi söngur hefur verið kyrjaður stöðugt  undanfarna áratugi og er eins og slitin plata. Nú er Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins  forsöngvari. Hann segir: Það er óviðeigandi að hækka almenn  laun við núverandi aðstæður. Og Sigurjón bankastjóri Landsbankans syngur með og segir að efnahagslífið þoli ekki nema hóflegar launahækkanir. Hann meinar sjálfsagt  hófstillar launahækkanir eins og í bönkunum. Sjálfur er hann á ofurlaunum og á þátt í því að skapa þá ólgu í þjóðfélaginu sem skapar kröfur um verulegqr kjarabætur launþega. Bankastjórarnir,sem hrifsað hafa til sín ofurlaun,langt umfram það,sem eðlilegt má teljast, ættu að sjá sóma sinn í því að halda sig til hlés þegar almenna kjarasamninga ber á góma.

Atvinnufyrirtækin eru nú flest rekin með miklum hagnaði og því ættu þau að geta greitt hærri laun. Starfsfólkið á stærsta þáttinn í góðum hagnaði fyrirtækjanna.Það er því eðlilegt að starfsfólkið njóti góðrar afkomu atvinnurekenda. Laun verkafólks eru skammarlega lág. Það er erfitt að draga fram lífið á lægstu launum. Það verður að hækka launin myndarlega og skapa verkafólki sómasamleg lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband