Fimmtudagur, 6. desember 2007
Ekki stórmannlegar tillögur í kjaramálum aldraðra
Það er ekki að sjá af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja að í hlut eigi mjög rík þjóð. Það á að mylgra einhverju afnámi bótaskerðinga á löngum tíma og ekkert af þessu á að taka gildi fyrr en í apríl þegar ríkisstjórnin hefur setið við völd í tæpt ár. Það var ekki að heyra á stjórnarflokkunum í kosningabaráttunni,að líða þyrfti ár áður en eitthvað væri unnt að gera.Nú stynja ráðherrarnir eins og kassinn sé tómur en þó er fjárhagur ríkissjóðs góður og nógir peningar til. Það tók ekki nema nokkra daga að hækka eftirlaun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins. Þá var ekki talað um peningaleysi.Í Svíþjóð eru engar skerðingar á tryggingabótum.Íslendingar bera sig gjarnan saman við Svía og telja sig eins ríka og þá. Íslendingar ættu því eins og þeir að geta afnumið bótaskerðingar að fullu og strax um áramót.Ríkisstjórnin segist ætla að afnema skerðingar á bótum vegna tekna maka í apríl næsta vor, þ.e. 67-70 ára.En hvað með afnám skerðingar bóta vegna lífeyrissjóðstekna.Ekkert er minnst á það. Það mundi muna meira um það fyrir eldri borgara. Flestir ellífeyrisþegar hafa lífeyrissjóðstekjur en tiltölulega fáir þeirra hafa atvinnutekjur. Svo virðist sem ríkisstjórnin miði þessar aðgerðir við það sem ódýrast er fyrir ríkissjóð en ekki það sem er hagstæðast fyrir eldri borgara. .Í dag fellur tekjutrygging niður hjá þeim sem hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur. Ekki er talað um að breyta því.
Ekkert er í tillögunum um hækkun á lífeyri aldraðra. Þó liggur það fyrir,að lífeyrir aldraðra er það lágur ,að hann dugar hvergi nærri fyrir framfærslukostnaði. Einstaklingar hafa aðeins 113 þúsud á mánuði eftir skatta, Enginn lifir mannsæmandi lífi af því.Hagstofan segir,að meðaltal neyslukostnaður sé 210 þúsund á mánuði hjá einstaklingum. Af hverju leggur ríkisstjórnin ekki fram tillögur um hækkun á lífeyri aldraðra?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.