Laugardagur, 8. desember 2007
Góð grein Ellerts en.....
Ellert Schram skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag um bók Guðna,lífið og tilveruna og málefni aldraðra. Það,sem vakti athygli mína, var það hvernig Ellert lýsti biðinni eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra. Hann sagðist hafa beðið milli vonar og ótta um það hvort eitthvað kæmi fyrir aldraða,einhverjar fjárveitingar til aldraðra í fjárlagafrumvarpið. Og þegar loks hann sá eitthvað handa öldruðum var eins og hann hefði fengið happdrættisvinning og raunar lýsti hann þessu öllu eins og verið væri að spila í happdrætti: Það væri alger óvissa um það hvort nokkuð fengist fyrir aldraða eða ekki.
Þetta leiðir hugann að því hvernig Samfylkingin samdi eiginlega við Sjálfstæðisflokkinn um þessa ríkisstjórn.Ég hélt,að Samfylkingin hefði samið um stórfelldar endurbætur á velferðarkerfinu og þyrfti því ekki að toga með töngum út úr Sjálfstæðisflokknum hvert umbótamál á því sviði. Stór hópur kjósenda Samfylkingarinnar studdi stjórnarmyndunina í trausti þessa. Ef svo er hins vegar ekki býst ég við að margir muni endurskoða afstöðu sína.
Helgi K. Hjálmsson formaður LEB skýrir frá því í Mbl. í dag,að ef 30 % á aldrinum 67-70
ara fari út á vinnumarkaðinn fái rikissjóður 2,4 milljarða í skatttekjur. Ef fleiri fara út á vinnumarkaðinn græðir ríkissjóður enn meira. Ljóst er því að þessar nýjustu ráðstafanir ríkissjórnarinnar kosta ríkissjóð sáralítið. Það er verið að hætta að refsa eldri borgurum fyrir að vinna.En það er hins vegar ekki að finna eina krónu í hækkun lífeyris frá almannatryggingum. Lífeyrir frá TR er óbreyttur.Það verður að hækka lífeyrinn strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.