Mánudagur, 10. desember 2007
Skattbyrði þeirra tekjulægstu eykst
Harpa Njáls félagsfræðingur hélt erindi hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir skömmu um skattlagningu láglaunafólks. Þar kom fram,að skattlagning þeirra lægst launuðu hefur aukist. Árið 1995 höf'ðu þeir lægst launuðu ( 58 þúsund á mánuði) engan skatt en á síðasta ári höfðu þeir lægst launuðu ( sambærileg laun 109 þúsund) 14 % skatt.Ef ríkisstjórnin vill auka jöfnuð í þjóðfélaginu ætti hún að draga úr skattlagningu þeirra lægst launuðu og hætta að skerða barnabætur við lágmarksframfærslu eins og gert er í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek heils hugar undir þetta hjá þér!
Jón Halldór Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.