Þrefaldur Guðni í jólagjöf

Ég fékk Guðna af lífi og sál í jólagjöf og raunar  þrjár frekar en eina.Bókin er góð. Sigmundur Ernir skrifar bókina vel. Frásögn af uppvexti  Guðna  og æskuárum Ágústs Þorvaldssonar á Brúnastöðum er mjög áhrifamikil.Ágúst ólst upp í mikilli fátækt og hafði marga daga ekki ofan í sig að eta.Unga fólkið,sem er að alast upp í dag, á sennilega erfitt með að skilja hvernig tímarnir voru áður.Einnig er fróðlegt að lesa lýsingu Guðna á þeim  heiftarlegu átökum,sem urðu í Framsóknarflokknum,þegar Halldór Ásgrímsson  var að láta af formennsku i flokknum. Guðni veitir okkur innsýn í einræðistilburði Halldórs og  valdhroka. Maðurinn vildi ráða öllu og vildi draga Guðna með sér út úr pólitík. En Guðni sá við honum og trónir nú á toppnum í Framsókn sem formaður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mikið skelfing öfunda ég þig að hafa fengið bókina hans Guðna í jólagjöf og það 3x. Ég óskaði mér hana í jólagjöf en fékk ekki,þannig að ég verða sennilega að kaupa hana sjálf og gefa mér hana í nýársgjöf t.d.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.12.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband