Föstudagur, 11. janúar 2008
Sþ: Kvótakerfið óréttlátt
.
Mannréttindanefnd SÞ hefur úrskurðað að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé óréttlátt og að
íslenskum stjórnvöldum beri að endurskoða kerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Þeir keyptu kvótalausan bát og fóru á veiðar án kvóta. Mennirnir voru dæmdir í Hæstarétti.
Lúðvík Kaaber, lögmaður þeirra, segist ávallt hafa talið að fiskveiðistjórnunarkerfið sé búið til úr lofti. Það hafi mannréttindanefndin nú staðfest. Nefndin sé alþjóðleg stofnun og Ísland hafi skuldbundið sig til að virða úrskurði hennar og fylgja eftir.
Sjávarútvegsráðherra leggur áherslu á að álitið sé tekið alvarlega og farið rækilega yfir hvernig skuli brugðist við því, en hann telur það ekki vera bindandi.
Úrskurður mannréttindanefndar Sþ. er mikill áfellisdómur yfir kvótakerfinu íslenska.Stjórnvöld geta ekki stungið hausnum í sandinn. Þau verða að taka tillit til dómsins og endurskoða kerfið. Forseti Alþingis er sammála.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óska þér og öllum Íslendingum til hamingju með úrskurðinn þó
ummæli sjávarútvegsráðherra lofa ekki góðu.
Sigurður Þórðarson, 11.1.2008 kl. 11:01
Mig langar til að vita hvernig á að takmarka ofveiði fiskistofna við landið, án þess að takmarka ekki á ótilhlýðilegan hátt, eða mismuna.
Jón Halldór Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.