Það verður að breyta kvótakerfinu

   Samþykkt Mannréttindanefndar  Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið íslenska var rædd á alþingi í gær. Guðjón Arnar formaður Frjálslynda flokksins bar fram fyrirspurn um málið til forsætisráðherra. Geir Haarde forsætisráðherra kvaðst ekki telja nauðsynlegt breyta lögum um kvótakerfið vegna samþykktar Mannréttindanefndar . Guðjón Arnar var á öndverðum meiði. Hann kvaðst telja nauðsynlegt breyta kvótakerfinu  vegna  afstöðu Mannréttindanefndar .

  Ég er sammmála Guðjóni. Mannréttindanefnd . telur,að Ísland brjóti mannréttindi með kvótakerfinu eins og það er framkvæmt. Það mismunar borgurunum. Kerfið er ósanngjarnt.og er í rauninni brot á stjórnarskrá landsins. Samkvæmt stjórnarskránni skal  ríkja atvinnufrelsi í landinu en  kvótakerfið sviptir marga atvinnufrelsi. Þeir ekki stunda útgerð og sjósókn,þar þeir hafa ekki kvóta. Það verður leiðrétta kerfið og gera öllum,sem það vilja, kleift stunda útgerð og sjósókn.

 Ríkisstjórnin getur ekki hundsað samþykkt Mannréttindanefndar . Hún verður taka tillit til nefndarinnar og breyta kvótakerfinu.

 

  Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu máli þarf að sinna mjög gaumgæfilega og þess vegna er það ekkert létt verk að vinna. Það eru eins og Erlingur segir líka til góðir einstaklingar innan flokksins, því ber ekki að neita. Spurningin er hvort hefð þessa stjórnmálaflokks sé það mögnuð að kraftur þessara einstaklinga sé ekki nægur til að breyta viðhorfum hvað varðar virðingu fyrir grundvallarlögum þessa lands. Það þarf þó nokkuð til að yfirgnæfa þau "spillingaóhljóð" sem drumið hafa yfir þjóðina.

ee (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

"Ríkisstjórnin getur ekki hundsað samþykkt Mannréttindanefndar Sþ. Hún verður að taka tillit til nefndarinnar og breyta kvótakerfinu". Ég tek undir þessi orð. - Kv. BB 

Björgvin Björgvinsson, 28.1.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband