Sunnudagur, 20. janúar 2008
Mikil hækkun fasteignamats
Fasteignaeigendur munu hafa tekið eftir því nú,að fasteignamat húseigna þeirra var orðið hærra en brunabótamatið.Samkvæmt nýrri fasteignaskrá frá 31. desember 2007 var heildarfasteignamat á landinu öllu 4.065 milljarðar kr. Þar af var húsmat 3.345 milljarðar og lóðarmat 720 milljarðar. Fasteignamat hækkaði samtals um 18,5% frá fyrra ári. Brunabótamat fasteigna var 3.876 milljarðar og hafði hækkað um 9,5% frá fyrra ári.Er þetta í fyrsta sinn sem svo er. Ástæðan er sú,að fasteignaverð hefur hækkað meira en byggingarkostnaður að undanförnu.
Flest sveitarfélög láta fasteignagjöldin hækka jafnmikið og fasteignamatið.Það er ekki sjálfsgefið,að svo sé.Þegar fasteignamat hækkar jafnmikið og gerst hefur að undanförnu ættu fasteignagjöldin að hækka minna. Raunar er það fullkomin spurning hvort miða á einhver gjöld sveitarfélaga við mat á fasteignun. Það mætti endurskoða þann gjaldstofn.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Fasteignamat í fyrsta sinn hærra en brunabótamat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Athugasemdir
Sammála að löngu tímabært er að endurskoða fasteignaskatta.
Calvín, 20.1.2008 kl. 11:20
Í Kópavogi lækkaði fasteignaskattur úr 0,345% af hús- og lóðarmati í 0,259%. Þetta er 25% lækkun.
Marinó G. Njálsson, 20.1.2008 kl. 13:04
Það er alltaf vælt þegar hið opinbera hækkar sín gjöld. Hvað með 100% hækkun á fasteignaverði frá 2004? Það gerir 25% hækkun á íbúðarhúsnæði á ári.
Það verða allir brjálaðir þegar sveitarfélög hækka þetta litla gjald, en það segir enginn neitt þegar fasteignarverð hækkar og hækkar. Af hverju?
Mega byggingarverktakar, sem stinga gróðanum í eigin vasa, endalaust okra, meðan allt verður vitlaust þegar hið opinbera hækkar eitthvað sín gjöld, sem eru notuð til að standa undir velferðarþjónustunni?
Theódór Norðkvist, 20.1.2008 kl. 18:24
Hugmyndafræðin bak við fasteignagjöldin er að þau séu n.k. endurgjald frá fasteignaeigendum til sveitarfélags fyrir ýmsa þjónustu sem eigendum fasteignanna er veitt. Þannig er verið að greiða fyrir viðhald gatna og lagna, snjómokstur og ýmsar verklegar framkvæmdir og þjónustu í þágu fasteignanna af ýmsu tagi, t.d. eldvarnir og brunamál. Þá má reikna með að e-ð af tekjunum fari í önnur sameiginleg verkefni, stjórnun sveitarfélagsins, rekstur skóla, áhaldahúss og þar fram eftir götunum. Rekstur margra sveitafélaga er oft erfiður, sérstaklega þar sem framkvæmdir eru miklar en tekjur af fasteignum á þeim slóðum lágar eða jafnvel engar. En yfirleitt er um tímabundið ástand að ræða.
Í sumum sveitafélögum t.d. þar sem eru mörg frístundahús, eru kannski megintekjur sveitarfélagsins gegnum fasteignagjöld á bústöðum en ekki útsvar, tekjur af veitum og hlutur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna. Þar er þjónusta í lágmarki og það finnst okkur sem slíkar fasteignir eiga, eðlilega nokkuð skítt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.