Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra?

Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin, að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum,sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára. Þegar fólk hefur náð  þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru tiltölulega fáir,sem vilja halda áfram að vinna.Aðgerðir ríkisstjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá, sem eru orðnir ellilífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst og fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti  aldraðra Og það á ekki að blekkja eldri borgara og tala eins og það sé verið að bæta  kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vega þess, að það eru tveir hægriflokkar við völd á Íslandi. Svo einfalt er það. Kv. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er tóm þvæla. Það á ekkert að bæta nein kjör eða efna nein loforð. Er fólk ekki ennþá búið að læra þetta. Kosningaloforð eru bara loforð. Kosningabarátta gengur bara út á að vinna kosningar og ná eins miklum völdum og stöðum og hægt er . Þetta er þeirra vinna og hún kemur okkur hinum ekkert við  og þegar einhver er kosinn, fer hann beint í að tryggja stöðu sína og fer alls ekki í að efna einhver loforð. Þið eigið bara að láta draga ykkur á asnaeirunum og borga brúsann. Ég er alveg búinn að fatta þetta og held kjafti!!

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 25.1.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er alveg sammál Björgvin þarna,spurningin á sko alveg rétt á sér og vel það/Auðvitað hafa bæði hans flokkur S.F.og minn XD.þetta á stefnuskrá sinni en það vantar bara efndirnar/Björgvin mer líkar þina greinar um okkur gamlingjanna/Halli gamali

Haraldur Haraldsson, 26.1.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held að íslendingar séu of uppteknir af hlutum og öllu sem glóir að þeir gleyma öllu mannlegu.  Vona að fallið verði til þess að við tökum okkur tak áður en það er of seint.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:19

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn vill hvorki bæta kjör aldraðra né öryrkja og ekki hækka húsaleigubætur, þrátt fyrir 80% hækkun á húsaleigu frá árinu 2004, "vegna þess að þetta aumingjalið myndi bara eyða hækkuninni í vitleysu!" Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra má sín einskis gegn Sjallanum Árna Matthiesen fjármálaráðherra, Íslandsmeistara í skattheimtu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband