Spaugstofan of gróf í gærkveldi

Margt skemmtilegt var í spaugstofunni í gærkveldi,þegar  hún fjallaði um atburðina í borgarstjórn.En mér fannst spaugstofan fara yfir markið í umfjöllun sinni um Ólaf F.Magnússson,borgarstjóra.Hún var of gróf í umfjöllun sinni um heilsu Ólafs og  eyddi of miklum tíma í að  fjalla um heilsu hans.

Það  hefur að vísu komið fram áður,að spaugstofan er miskunnarlaus í umfjöllum sinni um menn og  málefni. hún hlífir engum. Hún hefur t.d. fjallað um biskup,kirkjuna og kristni á þann hátt sem ég tel ósæmilegt.Ef til vill þarf spaugstofan að taka sér tak.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er ósammála, mér fannst þetta fyndið og spaugstofan gerði grín af minnisleysi Villa, kallaði Davíð Guðföðurinn, gerði grín af Degi, Binga og já þeir gerðu bara grín af öllum í borgarstjórn og víða, ég efast um að Ólafi hafi sárnað þetta, maður þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér til að geta haft húmor fyrir öðrum. Og Ólafur hækkaði mjög í áliti hjá mér að leysa frá skjóðunni, þetta á ekki að vera feimnismál og svo var þetta svo ýkt hjá spaugstofunni að ég held að flestir sem hafa einhvern húmor hafi hlegið.

Sævar Einarsson, 27.1.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

KÁÚ=Karl Ágúst Úlfsson.

Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég segi það sama, ég hef ekki hugmynd um hvað "KÁÚ" er, bý þó á Íslandi, kannski er ég svona hugmyndasnauð?

Ég er sammála þér um að það var ekki fyndið hvernig þeir tóku heilsufar Ólafs fyrir, það var heldur einhæf og ósmekkleg fyndni. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Og líka fannst mér "hnifstungubrandarinn" endurtekinn einum of oft - fyrr má nú rota en dauðrota. Ekki fyndin Spaugstofa í þetta sinn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:08

5 identicon

Eru menn sárir? Mafía verður alltaf mafía, og gaman hvernig myndin af Valhöll var sýnd á meðan titil lag Guðföðursins spilað undir. Út af hverju haldiði að það hafi verið gert? Út af hverju haldið þið að mönnum detti slíkt í hug? Svarið er einfalt því samtengingin er svo augljós, Valhöll = Mafía og Sjálftökuflokkurinn = Mafíósar. Svona er þetta bara í hugum flestra landsmanna, alla vega 60% þeirra.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:17

6 identicon

Ég hef rekist á það og Það er furðulegt að það eru alltaf þeir sem eru hliðhollir Sjálftökuflokknum hérna á blogginu sem þurfa á því að halda að ritskoða athugasemdir svo það komi nú ekkert sem geti skyggt á herlegheitin. Ég hef lagt það í vana minn að leyfa allar athugasemdir inni á minni síðu enda er það óholt öllu að vera ritskoða nángann. Það var frægt þegar nefndur aðili á DV þegar Óli Björn Kárason var ritstjóri las yfir öxlina á blaðamönnum svo það færi nú ekkert í blaðið sem skyggt gæti á Sjálfstæðisflokkinn.  Nú eru einstaklingar sem komu á pallana og mótmæltu kallaðir öllum illum nöfnum, skríll og þaðan af verra. Það er eins og hægri menn vilji að mótmæli og athugasemdir við þeirra störf fari fram einhversstaðr þar sem enginn tekur eftir þeim svo þeir fái að fokka lýðræðinu í friði.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:25

7 identicon

Úpps ég verð að biðja þig afsökunar því ég var aðeins of fljótur á mér að dæma og setja þig undir hatt sjálfstæðismanna. Þegar ég fór að skoða síðuna þína þá sá ég auðvitað á skrifum þínum að þú styður ekki mafíuna í Valhöll, og bið ég þig afsökunar á fyrri athugasemdum.

Valsól 

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:33

8 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

KÁÚ á væntanlega að vera Karl Ágúst Úlfsson

Árni Sigurður Pétursson, 27.1.2008 kl. 17:14

9 Smámynd: Diddi Siggi

Það var engu ofaukið í Spaugstofunni all það sem boðið var uppá þar átti fullan rétt á sér

Diddi Siggi, 27.1.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband