Björn Bjarnason hlynntur samstarfi við VG?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í Silfri Egils á RÚV í gær að samstarfið í ríkisstjórninni væri gott en hann hefði aldrei útilokað samstarf við Alþýðubandalagið sáluga eða Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.Samkvæmt þessu hefur Styrmir Gunnarsson nú fengið bandamann í baráttunni fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni með Vinstri grænum.Eða a.m.k. hefur Björn Bjarnason nú komið út úr skápnum í þessum efnum. Björn var talinn í hópi þeirra sem hefðu fremur kosið samstarf með VG en Samfylkingunni en hann hefur aldrei sagt það opinberlega. En einmitt af þessum ástæðum var mikið vafamál hvort hann yrði í ríkisstjórninni. Ég tel,að gerð hafi verið  sú málamiðlun,að hann yrði 2 ár ráðherra en hætti svo.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Hefur aldrei útilokað samstarf við Vinstri græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég held að Björn hafi aðeins komið útúr skápnum þarna, þar sem hann hefur alltaf viljað vinna með VG frekar en Samfylkigunni - enda er hann bara íhaldsmaður, ekki frjálshyggjumaður innan flokksins. Ég held meira að segja að Björn hafi viljað sprengja ríkistjórnina með því að láta ráða Þorstein Davíðsson því hann hélt að Samfylkingin myndi ekki þola það, sem hún er samt að gera á einhvern undarlegan hátt. Núna bíður maður bara eftir því að Steingrímur J. bjóði uppá tvennupakka fyrir Sjálfstæðisflokkinn; borgina með Svandísi, og ný ríkistjórn með VG!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 4.2.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband