Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Er að nást samkomulag um nýja kjarasamninga?
Kristján formaður Starfsgreinasambandsins segir að nái menn samkomulagi um aðferðafræðina gangi hlutirnir hratt fyrir sig í kjölfarið. Hann segir að útspil SA hafi breyst og þróast og því hafi þokast í rétta átt. Starfsgreinasambandið geri áfram kröfu um 20 þúsund króna hækkun á taxta, kröfu um almenna 4% hækkun og hækkun lágmarkslauna. Í stað samnings til tveggja ára sé talað um samning í eitt ár með möguleika á framlengingu í tvö ár ef ákveðin skilyrði séu fyrir hendi, það er að kaupmáttur hafi ekki farið minnkandi og að verðlagsforsendur séu innan tilskilinna marka.
Það er gífurlega mikilvægt að ná nýjum kjarasamningum án mikilla átaka. Ef til átaka kemur,t.d. verkfalla, kostar það alla mikla fjármuni og endar með verðbólgusamningum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ný stefna í kjaramálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.