Afnema ber skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðstekna

Eitt mikilvægasta  hagsmunamál eldri  borgara í dag er að afnema  skerðingu á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna.Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því,að  atvinnutekjur,allt að 100 þúsund krónur á mánuði, skerði ekki tryggingabætur.( 100 þúsund króna frítekjumark).Stefnt er að því,að sú breyting taki gildi 1.júlí n.k.  og að hún gildi fyir þá sem eru 67-70 ára en áður var búið að samþykkja að 70 ára og eldri gætu unnið án þess að tekjur þeirra skertu tryggingabætur.
Samhliða því, að  lífeyrissjóðstekjur hætti að skerða tryggingabætur þarf að stórhækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra einhleypinga sem ekki eru í lífeyrissjóði um  rúmar eitt hundrað þúsund á mánuði. Slíka breytingu má gera í tvennu lagi. en þessi breyting verður ekki umflúin, ef  hækka á lífeyrinn þannig að hann dugi fyrir neysluútgjöldum samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband