Laun ákveðin eftir á!

 

Fram er komin mjög nýstárleg hugmynd í kjaraviðræðunum. Talað er um að ákveða launahækkanir að verulegu leyti eftir ár. Fram kom í Útvarpinu, að rætt sé um að lágmarkslaun hækki og verði um 145.000 krónur á mánuði og þeir sem fá aðeins greitt eftir töxtum fái 15 til 20.000 krónur ofan á taxtana. Ef samið verði til þriggja ára leggist 7500 krónur á taxtana 1. mars 2009 og aðrar 7500 krónur 2010.

Þá er rætt um svonefnda baksýnisspegla sem virki þannig, að laun hækki um 4% þann 1. mars en þó með hliðsjón af launaþróun hjá hverjum einstökum launamanni á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. Kannað sé hversu mikið launin hafa hækkað á þessu tímabili. Hafi viðkomandi  t.d. notið launaskriðs og laun  hans hafa hækkað umfram 4% fái hann enga launahækkun. Hafi launin hins vegar ekkert hækkað fái hann öll 4%. 

Ef verkalýðsfélögin samþykkja þessa aðferðarfræði er unnt að semja mjög snarlega,jafnvel fyrir helgi.Það væri ánægjulegt.

Björgvin Guðmundsson

Til baka


mbl.is Launahækkanir ákveðnar eftirá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert nýtt í þessu Björgvin. Þegar BSRB samdi loksins 1979 samdi Grensásdeildin (les ASÍ) um bremsuklossa á önnur stéttarfélög. Bremsuklossar, baksýnisspeglar og rauð strik. Ekkert nýtt undir sólinni. Engu stéttarfélagi dettur í hug að semja núna á undan starfsgreinasambandinu. Frekar en áður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég legg til að samið verði um að engin grunnlaun sem eru yfir 300,000,- og síðan verði hækkað um 1% fyrir hvern tíuþúsun kall fyrir neðan þrjúhundruð þúsund kallinn.  Þetta gangi á alla línuna, þannig að þeir sem eru með 200.000 fái 10% hækkun og þeir sem hafa 100.000 fái 20% hækkun.  Skattleysismörkin verði síðan hækkuð í 110.000.-  Þá fyrst erum við að tala um að jafna örlítið launamun hjá íslensku verkafólki.  Mér finnst allt í lagi að 120.000,- séu lágmarkslaun, hvað haldið þið að krakkar sem eru að koma út á launamarkaðinn hafi að gera við meira?  Þau kunna fæst nokkuð til verka. 

Svo vil ég gera sérsamning við grunnskólakennara,  þeir eiga að hækka til samræmis við aðrar háskólamenntaðar stéttir.  

Finnst þetta prump um eftir á greiðslur, alveg út í Hróa.

Þessi Verkalýðsfélög eru hundónýt, þessar prósentuhækkanir upp stigann, gera það eitt, að breikka bil milli ríkra og fátækra.

STÁKAR, VERIÐ MÉR SAMMÁLA! 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.2.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband