Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Var verið að kaupa völd í Reykjavík?
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti kaupin á Laugaveg 4 og 6 í gær. Harðar umræður urðu um málið. Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar sagði að greitt væri allt of hátt verð fyrir húsin og að það mundi hækka markaðsverð á húsum í Miðbænum. Hann sagði,að í raun hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið að kaupa húsin heldur að kaupa Ólaf F. Magnússon til fylgilags við sig,verið að kaupa völd. Samkvæmt þessu hefur borgarstjórastóllinn ekki dugað í þessu efni heldur hefur þurft að bæta húsakaupunum við.
Húsin voru keypt á 580 milljónir en eigendur greiddu 250 milljónir fyrir þau. Talið er að þegar upp er staðið muni húsin kosta borgina 1 milljarð
Björgvin Guðmundsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.