REI skýrslan moðsuða

     
          
        
          

    Borgarráð Reykjavíkur segist í bókun, sem samþykkt var í dag,  fagna því að samstaða hafi náðst um niðurstöðu stýrihóps vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. Skýrsla stýrihópsins hefur verið birt.

    Í bókuninni segir, að borgarráð taki undir með stýrihópnum að slík sátt um þetta mál sé mjög mikilvæg, þrátt fyrir að fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka hafi augljóslega ólíkar áherslur um einstaka efnisþætti. Lýsir borgarráð stuðningi við skýrslu stýrihópsins og þær tillögur sem þar koma fram og hafi það einkum að markmiði að treysta enn frekar stjórnsýslu á vettvangi Orkuveitu Reykjavíkur, tryggja góð vinnubrögð og betri aðkomu kjörinna fulltrúa, fyrir hönd eigenda fyrirtækisins, að stórum ákvörðunum.

    Þegar skýrsla stýrhópsins er lesin yfir kemur í ljós,að hún er greinilega málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða í borgarstjórn,milli meirihluta og minnihluta.Iðulega er í skýrslunni  eitthvað gagnrýnt en síðan bætt einhverju  við til þess að draga úr gagnrýninni. Þetta er sem sagt moðsuða.

    Strax í upphafi starfstíma stýrihópsins var fjallað um það sem máli skipti: 20 ára einkaréttarsamninginn,sem var felldur úr gildi, leyfi starfsmanna,þar á meðal yfirmanna til þess að kaupa hlutabréf á hagstæðu  gengi,sem var einnig afnumið.

    Það er gagnrýnt í skýrslunni að borgarstjóri og aðrir háttsettir embættismenn hafi tekið veigamiklar ákvarðanir án þess að hafa til þess umboð borgarstjórnar. En ekki samt lagt til,að  neitt verði gert af þeim sökum.Enginn á að axla ábyrgð.

    Björgvin Guðmundsson

     


    mbl.is Borgarráð fagnar sátt um REI-skýrslu
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband