Kjör aldraðra: Tími framkvæmda er kominn

 

Ég er mjög óánægður með aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra.Ljóst er þó  að  margt er í   undirbúningi  og margar nefndir hafa verið skipaðar En í sumum málum þarf ekki að skipa nefnd, heldur þarf að framkvæma breytingar strax.Þetta á við um málefni aldraðra og öryrkja. Í málefnum þessara hópa liggur alveg fyrir hvað þarf að gera Það liggur fyrir álit stjórnskipaðrar nefndar um aðgerðir í málefnum öryrkja.Og það liggja fyrir mörg álit frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum aldraðra.Auk þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir,  núverandi félagsmálaráðherra, flutt fjölmargar tillögur á alþingi um aðgerðir í kjaramálum aldraðra og  Samfylkingin flutti slíkar tillögur  á alþingi undanfarin ár. Nú þarf aðeins að draga þessar tillögur fram.

Tími framkvæmda er því kominn. Það þarf strax að  bæta kjör aldraðra en ekki síðar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband