Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Vilhjálmur telur sig hafa haft fullt umboð
Vilhjálmur Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri og Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG voru í kastljósi í kvöld að svara fyrir REI málið.Sigmar fréttamaður kastljóss þjarmaði hart að Vilhjálmi og spurði hann ítrekað hvort hann hefði haft umboð sem borgarstjóri til þess að samþykkja samruna við Geysir Green Energy og fleira.Vilhjálmur sagði já og hvaðst hafa borið málið undir borgarlögmann.Sigmar sagði,að aðrir lögfræðingar eins og Andri Árnason hefðu látið það álit í ljós,að Vilhjálmur hefði ekki haft umboð.Sigmar spurði Vihjálm hvort hann ætlaði að segja af sér út af máli þessu. Hann svaraði því neitandi. Hann hefði ekki gert neitt ólöglegt.Hins vegar viðurkenndi hann,að hraðinn á afgreiðslu REI málsins hefði verið of mikill og kynning á málinu gagnvart öðrum borgarfulltrúum ekki nægur. Baðst hann afsökunar á því. Vilhjálmur sagði,að borgarfulltrúar ætluðu að læra af REI málinu og gera betur í framtíðinni.
Lítið nýtt kom fram hjá Svandísi. Sigmar spurði hana hver ætti af axla ábyrgð vegna REI málsins. Hún kvaðst ekki geta svarað því. Það væri ekki hennar að ákveða það. Það má segja,að allur vindur hafi verið úr henni í þessu máli en hún átti stóran þátt í að hleypa því upp sl. haust.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2008 kl. 09:02 | Facebook
Athugasemdir
Halda borgarfulltrúar í Reykjavík að fólk sé fífl ? Það var ekki hægt að trúa neinu sem kom fram í Kastljósinu hjá Vilhjálmi og Svandísi enn Sigmar var flottur.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 01:28
Mikið er gott að við höfum menn eins og Sigmar til að reyna að fá eitthvað af viti upp úr þessum borgarfulltrúum......En það virðist vera nokk sama hversu fast er gengið eftir svörum þau bara koma ekki frá þessu fólki. Og ábyrgðarleysið og samtryggingin alger og alveg þverpolitísk sýnist mér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.