Föstudagur, 8. febrúar 2008
Vill Mbl. fórna Vilhjálmi?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur þegar REI-málið kom upp, sagði eftir borgarráðsfund í gær að ekkert nýtt kæmi fram í lokaskýrslu stýrihópsins varðandi aðild sína að málinu.
Morgunblaðið virðist þó á öðru máli. Það eyðir miklu rými undir REI málið í dag og setur fram spurninguna: Stendur Vilhjálmur málið af sér? Blaðið færir mörg atriði fram í umræðunni sem setja spurningamerki við stöðu Vilhjálms. Fram kemur,að borgarlögmaður telji ,að Vihjálmur hafi haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysir Green Energy en Andri Árnason lögmaður telur,að hann hafi ekki haft umboð. Mbl. ræðir við Guðmund Þóroddsson forstjóra Orkuveitunnar,sem er í leyfi frá störfum. Hann segir,að fullt samráð hafi verið haft við kjörna fulltrúa,Vilhjálm,Hauk Leosson og Björn Inga á öllum stigum málsins.
Björgvin Guðmundsson
Umboð borgarstjóra verður tekið til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.