Föstudagur, 8. febrúar 2008
Góður þáttur Sigurðar G.Tómassonar
Útvarpsþáttur Sigurðar G.Tómassoinar á Útvarpi Sögu er fróðlegur og skemmtilegur. Undanfarið hefur Sigurður verið að lesa úr Dægradvöl Benedikts Gröndal en hann hefur öðru hverju lesið upp úr skemmtilegum bókum Þá leikur Sigurður alltaf reglulega einsöng Jussi Björling,sænska stórsöngvarans,sem var frábær tenór.Sigurður leyfir einnig hlustendum að hringja í sig og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og eru þau orðaskipti oft mjög skemmtileg. Sem sagt: Góður þáttur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Athugasemdir
Þarna er ég ekki sammála þér ágæti Björgvin. Mér finnst það að lesa upp úr dagblöðum og bókum ekki til marks um metnaðarfulla dagskrárgerð. Þarna er verið að "fylla" útsendingartíma á sem einfaldastan og umfram allt ódýrastan hátt. Sigurður er snjall maður en þættir hans eru ekki metnaðarfullir.
Kveðja
Karl
Karl (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.