Föstudagur, 8. febrúar 2008
|
Afstaða stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum til hagsmunamála aldraðra er jákvæð.Stjórnvöld þar kappkosta að hafa sem best samstarf við hagsmunasamtök eldri borgara og taka jákvætt óskum þeirra um kjarabætur og bætta aðstöðu.Þessu er öfugt farið hér. Sl. 12 ár hefur afstaða stjórnvalda til kjarabaráttu aldraðra verið neikvæð. Hagsmunasamtök eldri borgara hafa þurft að knýja ( neyða) stjórnvöld til þess að láta eitthvað af hendi rakna við eldri borgara. Það,sem náðst hefur fram, hefur ávallt verið of lítið og of seint. Svo virðist sem framald verði á þessari furðulegu stefnu stjórnvalda gagnvart eldri borgurum.Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu eldri borgurum verulegum kjarabótum og bættri aðstöðu í síðustu kosningum.Það hefði því mátt ætla, að þeir mundu nota fyrsta tækifæri til þess að efna þessi kosningaloforð.En svo er ekki. Þvert á móti virðist hugsunin vera sú að draga efndir eins lengi og unnt sé. Ráðamenn virðast halda, að kjósendur gleymi kosningaloforðunum strax. En svo er ekki. Björgvin Guðmundson
T | | |
|
|
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.