ASI samflot á ný

 

 Hreyfing er komin á samningaviðræður Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar. Í fyrradag var haldinn samningafundur og er stefnt að öðrum fundi á mánudaginn kemur.

Verður reynt á næstu dögum að finna sameiginlegar lausnir sem öll aðildarsambönd ASÍ geta sætt sig við. Forystumenn innan ASÍ segja að flest bendi til þess að samflot sé komið á að nýju milli landssambanda og félaga í ASÍ í kjaraviðræðunum en eins og kunnugt er slitnaði upp úr því eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögum verkalýðshreyfingarinnar um breytingar í skattamálum í síðasta mánuði. Talið er að ráðast muni í dag hvort boðað verður til samningafunda yfir helgina .

Tilboð Samtaka atvinnulifsins er metið á 3,7% kauphækkun.Verkalýðsfélögunum finnst það fulllítið. Tryggja þarf að þeir lægst launuðu fái meiri hækkun. Þeir geta ekki lifað sómasamlegu lífi af þeim lágu launum,sem í gildi eru í  dag.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is ASÍ-samflot hafið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband