EFTA gerir fríversunarsamning við Kanada

Fyrir skömmu  var undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Kanda en sá samningur hafði verið lengi í undirbúningi. Af hálfu Íslands undirritaði Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,samninginn.Samningurr þessi skiptir okkur miklu máli og tryggir tollfrelsi  iðnaðarvara og sjávarafurða í Kanada.

 Ísland hefur gert marga hagstæða fríverslunarsamninga á undanförnum árum, ýmist á eigin vegum eða fyrir milligöngu EFTA og hefur í seinni tíð gengið mun betur í þeim efnum en t.a.m. Evrópusambandinu. Þannig má nefna að Ísland á nú fyrst Evrópuríkja í beinum viðræðum við Kína um viðskiptasamning og fríverslunarsamningur á milli EFTA og Suður-Kóreu var undirritaður þann 15. desember 2005, en enn standa yfir fríverslunarviðræður á milli Evrópusambandsins og Suður-Kóreumanna.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fagna fríverslunarsamningi við Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband