Laugardagur, 9. febrúar 2008
Mjög dauft á alþingi
Það hefur verið mjög dauft á alþingi undanfarið. Stóru málin láta á sér standa en á meðan drepa þingmenn tímann með því að ræða um nauðaómerkileg mál svo sem kynlífsþjónustu erlendis. Össur Skarphéðinsson,iðnaðaráðherra,hefur samið frumvarp um orkumál,sem menn bíða eftir með eftirvæntingu en frumvarpið er stopp í þingflokki Sjálfstæðisflokksins,sennilega vegna ágreinings þar. Við þetta bætist það,að þingmenn stjórnarflokkanna þora ekki að flytja nein alvörumál af ótta við reiði flokksforingjanna.Þess vegna flytja þeir mál um eitthvað,sem skiptir engu máli og tefja með slíku tíma alþingis. Stærsta mál alþingis í dag er úrskurður Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið íslenska sé brot á mannréttindum.Það mál ætti í dag að taka allan tíma alþingis.En málið kemur ekki á dagskrá þar eð í sjávarútvegsráðuneytinu er verið að leita leiða til þess að gera einhverjar sáralitlar breytingar á kvótakerfinu,sem skipta engu máli. En það þýðir ekki. Það verður að opna kerfið fyrir nýjum aðilum og allir verða að sitja við sama borð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.