Hver eru völd borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins?

Um langt skeið voru borgarstjórar   Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík dýrkaðir af flokksmönnum eins og hálfguðir.Þeir voru settir á  stall og höfðu nokkurs konar alræðisvald. Það,sem þeir sögðu og ákváðu, gilti eins og lög.Þannig var þetta þegar Davið var borgarstjóri og þannig var þetta hjá þeim borgarstjórum Sjálfstæðisflokksins,sem  ríktu á undan honum.Það var því eðlilegt,að Vilhjálmur teldi sig geta haft þetta eins. En  þessir  nýju og ungu borgarfulltrúar íhaldsins höfðu einhverjar aðrar hugmyndir um vald borgarstjóra en gilt höfðu meðan Davíð var borgarstjóri. Og Morgunblaðið hefur einnig aðrar hugmyndir um vald borgarstjóra en áður,ef marka má Reykjavikurbréf í dag.

Þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra  taldi hann ekki nauðsynlegt að bera öll mál undir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hann ákvað einn að láta Ísland styðja innrás Bandaríkja og Bretlands í Írak,hafði um  það samráð við Halldór Ásgrímsson,þá utanríkisráðherra. Morgunblaðið gagnrýndi ekki  þessi vinnubrögð Davíðs og kvartaði ekki yfir því að hann hefði ekki haft nægilegt samráð við sína flokksmenn um svo stórt mál. Málið var ekki einu sinni borið' undir ríkisstjórnina og þaðan af síður undir utanríkismálanefnd. En nú hamast Mbl. á Vilhjálmi vegna þess að hann hafi ekki haft nægilegt samráð við sína samflokksmenn um REI og vegna þess,að umboð hans hafi ekki verið nægilega skýrt. Hvert var umboð Davíðs?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Tek undir hvert orð í grein þinni, ef ekki hefði verið innbyrðis ágreiningur og sárindi frá síðasta prófkjöri, hefði enginn sagt orð við gjörðum Vilhjálms.

Vona þetta mál leiði til betri og skilvirkari stjórnhátta, og menn láti að þessu eilífu foringadýrkunn sem hefur viðgengist í Sjálfstæðisflokknum.

haraldurhar, 10.2.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband