Eru kjarasamningar að nást?

Samtök atvinnulífsins kynntu Starfsgreinasambandinu og Flóabandalaginu víðtækar tillögur á fundi í Karphúsinu í gær. Þar eru útlínur nýs samnings kynntar og gert ráð fyrir að laun hækki um fjögur prósent til þeirra sem hafa farið á mis við launaskrið síðustu ára. Samningurinn er hugsaður til þriggja ára og er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 165 þúsund krónur að þeim tíma loknum.
Landssambönd innan ASÍ, þar á meðal iðnaðarmanna og verslunarmanna, hafa ákveðið að semja á sömu nótum og Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. - 

Það er mikill áfangi,að landssamböndin,þar á meðal iðnaðarmanna og verslunarmanna skuli hafa ákveðið að  semja á svipuðum nótum og Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið.Reynt verður í byrjun vikunnar að berja saman samning á þessum grundvelli. Gera má ráð fyrir,að ríkisstjórnin þurfi að koma að málinu á lokasprettinum.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband