Er afstaða atvinnulífsins til fatlaðra að verða jákvæðari?

Eitt af einkennum græðgisþjóðfélagsins var það,að atvinnulífið  varð mun óvinsamlegra en áður þeim,sem hafa skerta starfsorku.Þess vegna ber að fagna sameiginlegu átaki hins opinbera og atvinnulífsins í þá átt að breyta þessu.

Straumhvörf, fimm ára átaksverkefni í þjónustu við geðfatlaða á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, stóðu fyrir opnum morgunverðarfundi í samvinnu við Samtök atvinnulífsins um félagsleg fyrirtæki og samfélagslega ábyrgð á Hilton Reykjavík Nordica 5. febrúar síðastliðinn.

„Í þessu verkefni hafa orðið straumhvörf í lífi margra þeirra sem búa við geðfötlun og hafa verið lokaðir inn á stofnunum“, sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður og formaður verkefnistjórnar straumhvarfa. „Ítarleg stefnumótun hefur verið unnin í félagsmálaráðuneytinu um hvernig búið skuli að geðfötluðum. Stefnan snýst meðal annars um það að fólk geti búið í sérbýlum og farnar séu nýjar leiðir með fjölbreyttri endurhæfingu og stuðningi við fatlaða á almennum vinnumarkaði. Einnig að styrkja tengslanet við fjölskyldu og vini og efna til umræðu um málefni“, sagði Ásta einnig á fundinum.

Í máli frummælenda kom fram að mikilvægt er að vinna frekar að því að fá geðfatlaða til þátttöku á vinnumarkaði og til þess væru nokkrar leiðir.

Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, lýsti því hvernig hægt væri að skapa forsendur til þess að geðfatlaðir geti notið sín í starfi. Benti hann meðal annars á mikilvægi þess að fræða starfsfólk um geðraskanir.

Þess er að vænta að stefnubreyting sé að verða hjá atvinnulífinu í afstöðu til fatlaðra. Alla vega kom fram mjög jákvæð afstaða hjá Þórólfi Árnasyni forstjóra SKÝRR. Væntanlega fylgja aðrir forstjórar í kjölfar hans.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband