Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Skemmtilegt viðtal við Össur á Bylgjunni
Valdís Gunnarsdóttir átti skemmtilegt viðtal við Össur Skarphéðinsson,ráðherra,á Bylgjunni í morgun. Össur ræddi um uppvöxt sinn,nám og hjónaband og pólitíkina.Össur var uppreisnargjarn á unglingsárum og fór snemma að heiman.Hann kynntist konu sinni í Menntaskólanum. Hann sagði skemmtilega frá því þegar þau hjón ættleiddu dætur sínar tvær frá Kolombíu en eldri dóttirin,Birta,á að fara að fermast. Össur sagði frá samskiptum sínum við Davíð Oddsson og fleiri skemmtilegum hlutum úr pólitíkinni.Össur sagði,að það væri mjög gaman á ríkisstjórnarfundum. Andrúmsloftið væri afslappað og menn gerðu að gamni sínu.Össur hefur verið duglegur sem iðnaðarráðherra. Hann ,sem hefur samið frumvarp um orkumál,sem bannar framsal orkuréttinda,sem eru eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Þau eiga áfram að veru í eigu opinberra aðila.Aðrir ráðherrar hafa ekki verið eins duglegir. Það kemur lítið sem ekkert frá sumum þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Össur er minn maður;-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.