Lífeyrissjóðirnir eiga 1647 milljarða

Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.647 milljarðar króna í lok desember sl. og jókst á árinu um 146 milljarða króna. Þetta er 9,7% aukning samanborið við 23,1% aukningu árið á undan. Árið 2006 jukust eignir lífeyrissjóðanna um 281 milljarð króna.

Samkvæmt þessum tölum eru lifeyrissjóðirnir  gífurlega sterkir og styrkjast með hverju ári enda þótt aukningin hafi ekki verið eins mikil 2007 og varð 2006. Þær raddir hafa heyrst að  nota ætti fjármagn lífeyrissjóðanna að hluta til í því skyni að byggja hjúkrunar-og dvalarheimili fyrir aldraða.Það er ekki unnt að óbreyttum lögum. Meginhlutverk sjóðanna er að greiða lífeyri til félagsmanna sinna þegar þeir komast á eftirlaun.Sjóðirnir mega ávaxta fé sitt með því að kaupa hlutabréf í arðbærum fyrirtækjum og gætu keypt hlut í hjúkrunarheimilum aldraðra ef ávöxtun  fjármunanna væri bærileg.en eðlilegast er að opinberir aðilar fjármagni byggingar stofnana fyrir aldraða.

 

Björgvin Guðmundsson

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband