Mánudagur, 11. febrúar 2008
Guðni: Davíð og Halldór tóku einir ákvörðun um innrás í Írak
Í ævisögu sinni,Guðni,af lífi og sál gerir Guðni Ágústsson góða grein fyrir Íraksmálinu og fjölmiðlamálinu en það voru hvort tveggja mikil átakamál. Guðni segir,að Halldór Ásgrímsson hafi viljað láta Öryggisráð Sþ. taka ákvörðun um innrás í Írak .Það hafi því komið honum gersamlega á ávart þegar hann heyrði í fjölmiðlum,að Ísland væri búið að lýsa yfir stuðningi við innrás í Írak.Honum hafi brugðið svo við þessi tíðindi,að hann hafi nær því verið búinn að keyra út af.Guðni kveðst síðan hafa fengið það staðfest,að þeir Davíð og Halldór hafi tekið þessa ákvörðun einir án þess að leggja málið fyrir þingflokka sína. Málið var ekki lagt fyrir alþingi,utanríkismálanefnd eða ríkisstjorn. Guðni kveðst hafa sagt við Halldór á fundi um málið: Þið tókuð þessa ákvörðun. Þið verðið að klóra ykkur fram úr henni.
Guðni segir í bók sinn,að þetta mál hafi farið mjög illa með Framsóknarflokkinn. Hafi það verið fyrsta verk nýs formanns,Jóns Sigurðssonar,að lýsa því yfir,að ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina hafi veri' mistök.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta er rétt (sem ég efast ekki um) hljóta þetta að vera ríkisglæpir. Það getur varla verið að tveir ráðherrar geti farið með þjóðina í stríð. Nema kannski í einræðisríkjum. Mér finnst að lögfróðir menn eigi nú að fara í saumana á þessu og prófa þessa menn og þeirra gjörðir fyrir dómstólum.
Jonni, 11.2.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.