Keyptu ráðherrar sér atkvæði fyrir síðustu þingkosningar?

Síðustu 5 mánuði fyrir síðustu þingkosningar stofnuðu ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til  útgjalda upp á  rúma 14 milljarða með samtals  57 samningum,viljayfirlýsingum eða fyrirheitum.Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra,sem Jón Bjarnason þingmaður VG bað um.Jón segir tilganginn með þessum  vinnubrögðum ráðherranna augljósan. Þeir hafi verið að kaupa sér atkvæði.Jón vill,að sett verði lög sem beinlínis banni  ráðherrum að  gefa út skuldbindandi yfirlýsingar fyrir hönd ríkissjóðs 6 mánuðum fyrir kosningar nema almannaheill eða öryggi ríkisins krefjist þess.

Ljóst er samkvæmt skýrslu forsætisráðherra,að ráðherrar hafa gerst sekir um algert siðleysi fyrir síðustu kosningar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband