Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Ólafur uppi í skýjunum
Ólafur F.Magnússon,borgarstjóri,var
i kastljósi í gær. Reynt var að fá,Vilhjálm og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en þeir fengust ekki. Spyrill Kastljóss spurði Ólaf hvort ekki yrði erfitt að starfa í meirihlutanum,þegar Vilhjálmur væri í svona veikri stöðu og öll spjót stæðu á honum. Ólafur horfði bara upp í loftið og sagði: Ja,við erum með svo góð stefnumál,að þetta mun ganga vel. Þegar spyrill ítrekaði spurningu sína svaraði Ólafur alltaf því sama. Það var eins og hann væri á annarri plánetu. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og loka augunum fyrir staðreyndum. Það er staðreynd,að staða Vilhjálms hefur veikst.Hann er varaborgarstjóri og formaður borgarráðs. Það er ekkert svar við óþægilegum staðreyndum að segja: Við erum með svo góða stefnuskrá.
Ólafur kom því inn í stefnuskrá meirihlutans,að Rvíkurflugvöllur ætti að vera áfram inni á aðalskipulagi. Það segir ekkert um það hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Það tekur mörg ár að kanna nýtt stæði fyrir flugvöll,t.d. á Hólmsheiði. Þess vegna er það sjálfsblekking að halda að flugvöllurinn verði kyrr í Vatnsmýrinni. Samfylkingin er andvíg því,VG er andvíg því,Gísli Marteinn er andvígur því og Vilhjálmur er sennilega andvígur því líka. Ólafur verður að komast niður á jörðina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður karlinn hann Ólafur F. virkar þannig á mig, að hann sé hálfgerður skýjaglópur.
Þorkell Sigurjónsson, 12.2.2008 kl. 12:11
en það er nú alltaf gaman og notalegt á bleika skýinu
Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.