Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Verðum við að kasta krónunni?
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi skila þjóðinni mun meiri efnahagslegum ávinningi en aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu á sínum tíma.
Kostnaður heimila og fyrirtækja af íslensku krónunni er í dag metinn á milli 50 og 100 milljarða króna á ári. Ekkert sýnir betur hversu gríðarlegir hagsmunir eru af því að fyrir íslensk fyrirtæki og heimili að fá stöðugan og viðskiptahæfan gjaldmiðil,segir Árni Páll Árnason.
Árni Páll ræðir hér mjög mikilvægt mál,sem ekki verður lengi enn unnt að íta á undan sér.Ég tel,að vísu,að þær tölur,sem hann nefnir um aukakostnað fyritækja af því að nota krónuna séu í hærri kantinum. En samt sem áður er aukakostnaðurinn mikill og að því kemur,að taka verður upp annan gjaldmiðil til þess að spara fjármuni.Ekki er sjálfgefið að það verði evra. Guðni Ágústsson formaður Framsóknar telur aðra gjaldmiðla koma til greina og vill kanna málið.
Björgvin Guðmundsson
ESB hagstæðara en EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.