Kjarasamningar á lokastigi

Samningamenn aðila vinnumarkaðarins ætla í dag að reikna út kostnað við tillögur sem landssambönd ASÍ lögðu fram á fundi með Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi. Vonast er eftir að samkomulag takist um nýja kjarasamninga um eða eftir helgi á grundvelli þeirra tillagna sem nú liggja fyrir.

 

Guðmundur Gunnarsson sagði að yfirstandandi sólarhringur gæti ráðið úrslitum um framhaldið. Ef þessi tilraun skilaði ekki árangri færu blokkirnar innan ASÍ líklega hver í sína átt í lokafasa kjaraviðræðnanna; Starfsgreinasambandið í eina, iðnaðarmenn í aðra og verslunarmenn í þá þriðju. Guðmundur sagði að SA mundi fara yfir hugmyndirnar sem forysta ASÍ kynnti í gær og svara þeim í dag.

Þau samningsdrög sem nú liggja  fyrir gera ráð fyrir að kaup  hækki mest hjá þeim lægst launuðu og minna hjá þeim,sem betri kjör  hafa.Það er sú stefna,sem allir segjast fylgja en oft hefur reynst erfitt að koma í framkvæmd. Vonandio tekst nú að framfylgja þeirri stefnu.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lokaþáttur samningaviðræðna í sjónmáli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband